Mexíkó súpa

3-5 laukar (saxaðir)
2-3 hcítlauksrif (pressuð)
1 chilipipar (saxaður)
1 flaska Granini tómatsafi
5 dl kjúklingasoð
5 dl kjötsoð
1 tsk Cumin eða Koriander
2 tsk Worchester sósa
1 stk chilipipar
1 tsk cayenne pipar eða venjulegur pipar
2 dósir maukaðir tómatar
1 kjúklingur brytjaður niður  EÐA
4-6 léttsteiktar kjúklinabringur

Rifinn ostur, sýrður rjómi, Nachos flögur og gaucamole sett út í súpuna

Steikið laukinn ásamt hvítlauki
Setjið restina í pottinn fyrir utan kjúllann
Súpan látin sjóða í 2-3 klst
Kjúllinn settur út í síðasta klukkutímann

Rifinn ostur, sýrður rjómi, nachos flögur og gaucamole sett út í eftir smekk. 
Það má lika nota nautahakk í staðinn fyrir kjúkling.
Einnig er hægt að bæta við rjómaosti og sweetchili-sósu. 
Verið dugleg að smakka súpuna til og bæta eftir smekk.