Kjúklinga fajitas

3 dl bjór (eða pilsner)
3 msk soya sósa
3 msk lime-safi
1 tsk olía
1 tsk worcesthershire shósa
3 hvítlauksgeirar (maukaðir)
5-700 g kjúklingabringur (skornar í strimla)
1 stór laukur
1 rauð eða orange paprika (skorin í strimla)
1 græn paprika (skorin í strimla)
smá olía til steikingar (eða sprey)
salt og pipar (helst nýmalaður
1 jalapenjo (skorinn)
salsa (að eigin vali)
10% sýrður rjómi
ferskur kóriander (saxaður)
tortillur að eigin vali

Setjið fyrstu 6 hráefnin í skál og blandið vel samann.
Setjið kjúklinginn í ca 2/3 af marineringunni og svo lauk og paprikustrimlana í rest.
Marinerið í sotthvoru lagi í 1 klst.
Hitið olíuna á pönnu og takið kjúklinginn úr leginum og steikið með salti og pipar.
Takið kjúklinginn til hliðar (haldið heitum) og svissið paprikuna og laukinn á pönnunni.
Blandið þessu svo saman við kjúklingastrimlana.
Berið fram með heitum tortillum, salsa, sýrðum rjóma, ferskum kóriander og jalapeno.

Auðvitað er hægt að hafa ýmislegt annað með þessu eins og t.d. rifinn ost og gaucamole eða hvað sem ykkur dettur í hug. Uppskriftir af fersku salsa og tortillum eru á síðunni okkar!