Eldum sjálf - pantaðu Fajitas veislu og gríptu með þér á leiðinni heim

Þetta er í pokanum:

 • Kjúklingabringur
 • Tortillur
 • Salsa
 • Tómatar
 • Laukur
 • Chili
 • Kóríander
 • Lime
 • Pintobaunir
 • Sýrður rjómi
 • Rifinn ostur
 • Paprika
 • Kryddblanda
 • Nachosflögur
 • Ostasósa

Þú þarft að eiga í eldhúsinu:

 • Olíu
 • Salt & pipar

Eldunarleiðbeiningar:

 1. Hitið ofninn í 180 gráður.
  Fersk salsa. Skerið helminginn af lauknum smátt og alla tómatana í kubba. Takið fræin úr chilipiparnum og saxið smátt. Blandið saman í skál og kreistið lime yfir. Salta og pipra eftir smekk. Bætið söxuðum kóríander út í og hrærið saman. Saltið og piprið efti smekk.
 2. Kjúklinga fajitas. Skerið kjúklingabringurnar, paprikuna og hinn helminginn af lauknum í strimla.
 3. Hitið olíu á pönnu og steikið kjúklingabringurnar með kryddblöndunni. Setjið paprikuna og laukinn útá pönnuna og blandið saman við þegar bringurnar eru nánast tilbúnar og svissið aðeins. Saltið og piprið eftir smekk.
 4. Tortillur. Hitið tortillurnar í ofninum örstutt. Hitið baunir, ostasósu og salsa í örbylgjuofni, ef vill.
  Setjið baunir, kjúklingafajitas blöndu, ferskt salsa, sýrðan rjóma, kál og ost inn í kökurnar. Berið fram með nachos og ostasósu.

Einfaldara getur það ekki verið!

 

Fajitas veislu þarf að sækja til okkar á Suðurlandsbraut 4A, 108 Reykjavik